Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Grindavík sigraði Þrótt í Lengjubikarnum
Mánudagur 14. mars 2011 kl. 09:26

Grindavík sigraði Þrótt í Lengjubikarnum

Grindavík lagði Þróttara í Lengjubikarnum í á föstudaginn, 2-0. Fyrra mark Grindavíkur skoraði Scott Ramsay með glæsilegu skoti fyrir utan teig á 24. mínútu. Tékkinn Michael Pospisil bæti svo við öðru marki á 71. mínútu eftir misskilning í vörn þróttara.

Grindavík er þar með komið að hlið Fylkis í 3. sætinu og mæta BÍ/Bolungarvík í næstu umferð þann 19. mars. Í liði BÍ/Bolungarvík verða væntanlega þrír fyrrum leikmenn Grindavíkur þeir Alexander Veigar Þórarinsson, Loic Ondo sem lánaður hefur verið vestur og Zoran Stamenic sem er nýjasti liðsmaður þeirra.

Bílakjarninn
Bílakjarninn