Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigraði Þrótt í Lengjubikarnum
Mánudagur 14. mars 2011 kl. 09:26

Grindavík sigraði Þrótt í Lengjubikarnum

Grindavík lagði Þróttara í Lengjubikarnum í á föstudaginn, 2-0. Fyrra mark Grindavíkur skoraði Scott Ramsay með glæsilegu skoti fyrir utan teig á 24. mínútu. Tékkinn Michael Pospisil bæti svo við öðru marki á 71. mínútu eftir misskilning í vörn þróttara.

Grindavík er þar með komið að hlið Fylkis í 3. sætinu og mæta BÍ/Bolungarvík í næstu umferð þann 19. mars. Í liði BÍ/Bolungarvík verða væntanlega þrír fyrrum leikmenn Grindavíkur þeir Alexander Veigar Þórarinsson, Loic Ondo sem lánaður hefur verið vestur og Zoran Stamenic sem er nýjasti liðsmaður þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024