Sunnudagur 22. júní 2003 kl. 00:48
Grindavík sigraði Þrótt
Grindvíkingar lyftu sér úr fallsæti í gærdag með langþráðum sigri á Þrótti í fyrsta leik 6. umferðar í Landsbankadeildinni, 2-1. Grindavík komst í 2-0 með mörkum frá Paul McShane og Guðmundi Andra Bjarnasyni en Charles McCormick minnkaði muninn fyrir Þrótt.Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.