Grindavík sigraði Snæfell
Grindavík vann Snæfell, 90-80, í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn var háður í Grindavík
Snæfell náði forystunni í byrjun leiksins, en heimamennsóttu í sig veðrið og leiddu 22-19 eftir fyrsta leikhluta. Það sama var uppi á teningnum fram að hálfleik en þá var munurinn níu stig, 51-42.
Í þriðja leikhluta unnu gestirnir upp muninn og náðu að jafna en lið Grindavíkur komst aftur yfir og hélt forskotinu út leikinn.
Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og lofar góðu fyrir bæði lið. Besti maður leiksins var hinn frábæri Darrel Lewis sem skoraði 35 stig og tók 11 fráköst. Nýi Kaninn hjá þeim, Justin Miller átti góða innkomu, sérstaklega undir körfunni þar sem hann tók 20 fráköst.
Hjá Snæfelli voru landsliðsmennirnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson yfirburðarmenn. Erlendu leikmenn þeirra áttu ekki góðan dag.