Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 18. janúar 2002 kl. 09:23

Grindavík sigraði KR

Grindvíkingar gerðu sér góða leið til Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem þeir sigruðu KR, efsta liðið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, 83:87.Þeir gulu komu mörgum á óvart með góðum leik en þeir hafa ekki verið að spila vel að undanförnu. Nýji leikmaður Grindavíkur, Tyson Petterson, var besti maður vallarins með 31 stig og Helgi Jónas var með 15 stig. Hjá KR var Jón Arnór Stefánsson bestur með 26 stig hjá annars slökum KR-ingum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024