Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigraði ÍS
Mánudagur 24. október 2005 kl. 15:19

Grindavík sigraði ÍS

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á ÍS s.l. laugardag, 75-67, í Röstinni í Grindavík. Ásamt Keflavík vermir Grindavík nú efsta sætið í Iceland Express deild kvenna með 3 sigra eftir 3 leiki.

Stúdínur hófu leikinn betur og voru með 8 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 11-19. Heimakonur tóku þá á sig rögg og breyttu stöðunni í 31-26 fyrir leikhlé.

Að loknum þriðja leikhluta höfðu Grindavíkurkonur náð upp 10 stiga forskoti, 51-41, og spennandi lokaleikhluti í aðsigi.

ÍS gerði harða atlögu að Grindavík í fjórða leikhluta en lokatölur leiksins urðu sem áður segir, 75-67, og þriðji Grindavíkursigurinn í röð staðreynd.

Jerica Watson fór að venju mikinn í liði Grindavíkur og gerði 33 stig ásamt því að rífa niður 9 fráköst.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

VF-mynd/ Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024