Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík sigraði í Suðurnesjaslag
Fimmtudagur 18. janúar 2018 kl. 11:18

Grindavík sigraði í Suðurnesjaslag

Grindavík og Keflavík mættust á Fotbolti.net mótinu í gærkvöldi í Reykjaneshöllinni og endaði leikurinn með sigri Grindavíkur 3-0.
Hinn sautján ára gamli Dagur Ingi Hammer, leikmaður Grindavíkur, skoraði tvö mörk í leiknum, en hann kom Grindavík yfir á sjöundu mínútu og seinna mark hans kom í upphafi seinni hálfleiks. Norðanmaðurinn Jóhann Helgi Hannesson, sem kom til Grindavíkur frá Þór í vetur, skoraði þriðja mark Grindavíkur og tryggði liðinu öruggan sigur.
Grindavík er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðli 1 en Keflavík er án stiga eftir tap gegn HK í fyrsta leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024