Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 7. júlí 2003 kl. 21:31

Grindavík sigraði í hörkuleik

Í kvöld fór fram síðasti leikurinn í 8. umferð í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Grindavík sigraði ÍA 3-2 á Grindavíkurvelli en leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur þrátt fyrir frekar óskemmtilegt veður. Grindvíkingar voru með 2-1 forystu í hálfleik og komust í 3-1 um miðjan seinni hálfleik en Grétar Rafn Steinsson minnkaði muninn stuttu síðar en lengra komust þeir gulklæddu ekki að þessu sinni.Með sigrinum eru Grindvíkingar komnir í þriðja sætið í Landsbankadeildinni en þeir eru með 12 stig eftir 8 leiki. Þróttur er í öðru sæti með 15 stig en Fylkismenn eru á toppnum með 16 stig.
Grindavík - ÍA 3-2 (2-1)
1-0 Ólafur Örn Bjarnason 9'
2-0 Ray Jónsson 30'
2-1 Stefán Þórðarson 43'
3-1 Guðmundur Bjarnason 65'
3-2 Grétar Rafn Steinsson 71'

Frétt af sport.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024