Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigraði í framlengdum leik
Mynd: Karfan.is
Föstudagur 14. október 2016 kl. 10:13

Grindavík sigraði í framlengdum leik

-Og Njarðvík tók tvö stig í Hólminum

-Og Njarðvík tók tvö stig í Hólminum

Grindavík tók á móti Haukum í annarri umferð Dominos deildar karla í Mustad höllinni og sigraði eftir framlengdan leik, 92-88. Þá sóttu Njarðvíkingar góðan sigur til Stykkishólms en þeir sigruðu Snæfell nokkuð örugglega, 83-104.
 

Mustad höllin
Grindvíkingar byrjuðu mun betur og komust í stöðuna 11-0 strax í byrjun. Haukar tóku þá góða keyrslu og nánast jöfnuðu leikinn, 13-11. Eftir þetta var leikurinn nokkuð jafn en staðan í hálfleik var 33-37 gestunum í vil. Grindvíkingar voru að nýta skot sín betur innan þriggja stiga línunnar og en Haukar voru að setja fleiri þrista en ekki að nýta vítin sín nógu vel, eða aðeins 57% þeirra. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 77-77 og þurfti því að framlengja. Grindvíkingar voru sterkari í framlengingunni og Haukar voru að klúðra vítum trekk í trekk sem var dýrt fyrir þá. Lokatölur 92-88 Grindvíkingum í vil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lewis Clinch var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson var grimmur og reif niður 15 fráköst og setti 18 stig. Hjá Haukum voru Aaron Brown og Emil Barja báðir með 18 stig og 9 fráköst en Finnur Atli Magnússon var með 16 stig og 14 fráköst.
 

Stykkishólmur
Njarðvíkingar voru töluvert sterkari aðilinn í gegnum leikinn en staðan í hálfleik var 36-54. Njarðvíkingar hittu vel og nýttu 25 af 28 vítum sínum. Snæfell gáfust aldrei upp, börðust vel og unnu reyndar síðasta leikhlutann með fimm stigum en það dugði skammt, lokatölur voru 83-104 gestunum í vil.

Corbin Jackson var með 25 stig og 10 fráköst, Björn Kristjánsson var góður með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skilaði 22 stigum, 6 fráköstum og stal 3 boltum. Hjá Snæfelli var Sefton Barrett stigahæstur með 19 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta og Andrée Michaelsson var með 17 stig.