Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík semur við tvíburasystur
Mánudagur 12. mars 2018 kl. 11:53

Grindavík semur við tvíburasystur

Tvíburasysturnar Rio Hardy og Steffi Hardy gengu frá samningi við Grindavík í síðustu viku og munu þær leika með liðinu í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Systurnar eru breskar og er Rio sóknarmaður á meðan að Steffi er varnarmaður, þær eru 21 árs gamlar og hafa báðar leikið með Blackburn Rovers á Englandi. Von er á þeim til Íslands í maí en þær stunda nám í South Alabama háskólanum.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024