Grindavík sektað um 100.000
 Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur verið sektuð um 100.000 krónur fyrir að fara yfir leyfilegt launahámark til leikmanna og fyrir að skila ekki fjárhagsáætlun til KKÍ á réttum tíma.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur verið sektuð um 100.000 krónur fyrir að fara yfir leyfilegt launahámark til leikmanna og fyrir að skila ekki fjárhagsáætlun til KKÍ á réttum tíma.
Grindvíkingar hafa gert bragarbót á sínum málum og fellst eftirlitsnefnd KKÍ á að búið sé að kippa öllu í liðinn en sektardómurinn stendur engu að síður.
Auk þess hefur sektardómurinn það í för með sér að Grindavík og Snæfell, sem var einnig sektað fyrir samskonar brot, geta ekki verið fyrir ofan önnurlið sem hafa jafnmörg stig í lok deildarkeppninnar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				