Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Þriðjudagur 1. nóvember 2005 kl. 22:37

Grindavík rústar KR

Grindavíkurstúlkur unnu næsta auðveldan sigur á KR í Hópbílabikarkeppni kvenna í körfuknattleik i dag, 48-95.

Grindvíkingar höfðu yfirburði á öllum sviðum körfuknattleiks þar sem þær voru einráðar undir körfunni, spiluðu góða vörn og skynsaman sóknarleik.

Jerica Watson átti stórleik gegn sínum gömlu félögum og skoraði 33 stig og tók 20 fráköst. Hildur Sigurðardóttir, sem lék um árabil með KR átti líka góðan leik þar sem hún skoraði 23 stig og tók 10 fráköst.

Liðin mætast að öðru sinni í Röstinni I Grindavík á sunnudaginn og þarf mikið að gerast til að KR eigi möguleika á að komast áfram.
Bílakjarninn
Bílakjarninn