Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík Reykjanesmeistari
Þriðjudagur 21. september 2004 kl. 10:15

Grindavík Reykjanesmeistari

Grindavík varð í gær Reykjanesmeistari karla í körfuknattleik er þeir sigruðu Njarðvíkinga, 83-79. Keflvíkingar unnu Hauka, 82-84, í úrslitaleik um þriðja sætið.

Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur var afar jafn og spennandi sem sést best á því að staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-19, Njarðvíkingar voru yfir 38-39 í hálfleik en fyrir lokaleikhlutann var staðan jöfn 59-59 og allt í járnum.

Grindvíkingar sigu þó framúr og tryggðu sér bikarinn með góðum sigri.

Darrel Lewis var stigahæstur Grindvíkinga með 29 stig og 11 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig, Jóhann Ólafsson 12 og Morten Szmiedowicz skoraði 11 stig og tók 12 fráköst.

Hjá Njarðvík var Troy Wiley með 23 stig og 16 fráköst, Páll Kristinsson með 15 og 10 fráköst, Friðrik Stefánsson með 12 stig og 10 fráköst og Matt Sayman var með 11 stig.

Tölfræði leiksins

Haukarnir leiddu lengsta af í leiknum gegn Keflavík og voru með sex stiga forystu, 61-55, fyrir lokaleikhlutann. Þá hrökk fallbyssa þeirra Keflvíkinga, Magnús Þór Gunnarsson, í gang og setti 14 stig á lokakaflanum og tryggði þeim þriðja sætið.

Stigahæstur Keflvíkinga var Anthony Glover sem skoraði 22 stig og tók 14 fráköst, Magnús gerði 18 stig og Jimmy Miggins 15, en hann tók einnig 14 fráköst. Gunnar Einarsson og Gunnar Stefánsson gerðu 7 stig hvor.

Hjá Haukum var John Waller með 28 stig og Sævar Ingi Haraldsson átti stórleik með 19 stig, 12 stoðsendingar, 5 stolna og 5 fráköst.

Tölfræði leiksins

VF-myndir/Hallgrímur Indriðason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024