Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík prófar enskan miðvörð
Miðvikudagur 14. mars 2012 kl. 14:58

Grindavík prófar enskan miðvörð



Grindvíkingar hafa fengið enska miðvörðinn Kurtis Spencer á reynslu en þetta staðfesti Guðjón Þórðarson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag. Spencer kom til landsins í fyrrakvöld og verður við æfingar hjá Grindvíkingum næstu dagana. Spencer hefur á ferli sínum leikið í ensku neðri deildunum.

Grindvíkinga eru í leit að liðsstyrk þessa dagana en liðið hefur misst fastamenn úr liðinu í fyrra og má þar meðal annars nefna Jamie McCunnie, Jóhann Helgason og Orra Freyr Hjaltalín. Liðið hefur svo fengið tvo öfluga framherja í staðinn.

Grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024