Grindavík Open í pílu á morgun
Grindavík Open í pílu verður haldið á morgun í Festi í Grindavík en þetta er í 5. skiptið sem mótið er haldið. Reiknað er með góðri þátttöku enda eru vinningar ekki af verri endanum, tvær utanlandsferðir á opna skoska meistarmótið í pílu. Leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi og hefst mótið kl. 13:00 og mun eflaust standa fram á kvöld.Þeir sem hafa áhuga á því að vera með geta haft samband við Steingrím í síma 899-3620 en skráninga er til 12:30.