Grindavík og Njarðvík vinna fyrri leikina í Hópbílabikarnum
Karlalið Grindavíkur og Njarðvíkur í körfuknattleik unnu örugga sigra í viðureignum sínum í kvöld. Njarðvík lagði Þór frá Þorlákshöfn, 61-96, og Grindavík lagði Breiðablik, 76-108.
Grindavík og Njarðvík léku bæði á útivelli, en um var að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Hópbílabikarsins. Keflavík leikur við Ármann á þriðjudag, en á fimmtudag fara seinni leikirnir fram.
Tölfræði hefur ekki enn borist úr leikjunum og mun frekari umfjöllun koma í fyrramálið...
Mynd úr safni