Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík sameina meistaraflokka í knattspyrnu kvenna
Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, og Brynjar Freyr Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur, ásamt leikmönnum meistaraflokks Grindavíkur/Njarðvíkur við undirskrift í kvöld. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 25. september 2024 kl. 21:59

Grindavík og Njarðvík sameina meistaraflokka í knattspyrnu kvenna

Formenn knattspyrnudeilda Grindavíkur og Njarðvíkur skrifuðu í kvöld undir samning þess efnis að meistaraflokkar kvenna UMFG og UMFN tefli fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili.

Formennirnir voru sammála um að þarna væri verið að stíga gæfuspor fyrir bæði félög en eins og þekkt er hefur lið Grindavíkur verið á hrakhólum frá því að rýma þurfti bæinn á síðasta ári og þá hafa Njarðvíkingar verið að leggja drög að meistaraflokki kvenna hjá félaginu síðustu ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðið mun leika undir merkjum Grindavíkur/Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna á næsta tímabili.

Njarðvík og Grindavík mættust í bikarkeppni KSÍ á síðasta ári þegar meistaraflokkur kvenna hjá Njarðvík lék í fyrsta sinn opinberlega.

Víkurfréttir ræddu þennan tímamótasamning við þá Hauk Guðberg Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og Brynjar Frey Garðarsson, formann knattspyrnudeildar Njarðvíkur, eftir undirskrift og Tinnu Hrönn Einarsdóttur, leikmann meistaraflokks, sem líst vel á sameininguna. Viðtölin verða birt á vef Víkurfrétta í fyrramálið.