Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík ósigruð eftir tvær umferðir
Jón Axel skoraði 24 stig gegn Hetti.
Mánudagur 19. október 2015 kl. 11:09

Grindavík og Njarðvík ósigruð eftir tvær umferðir

Grindavík og Njarðvík hafa bæði sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum í Domino’s deildinni í körfubolta karla. Í gær sigraði Grindavík Hött og Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Snæfelli.

Grindvíkingar lentu í vandræðum, í fyrri hálfleik gegn nýliðum Hattar frá Egilsstöðum. Gestirnir leiddu í hálfleik með níu stigum, 35-44. Kanalausir heimamenn bættu heldur betur leik sinn í síðari hálfleik og unnu þriðja leikhluta með þrettán stiga mun og bættu síðan enn um betur í lokaleikhlutanum. Jón Axel Guðmundsson skoraði mest hjá UMFG eða 24 stig og tók tíu fráköst, sannarlega flottur leikur hjá kappnum. Jóhann Árni Ólafsson var með 16/9 og Hilmir Kristjánsson með 14 stig.
Hjá Hetti skoraði Tobin Carberry 28 stig og tók 8 fráköst.

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Hólminn og unnu góðan sigur á Snæfelli. Þeir náðu þrettán stiga forskoti í fyrsta leikhluta en heimamenn svöruðu með tólf stiga betri öðrum leikhluta og því munaði aðeins einu stigi í hálfleik. Nær jafnt var á með liðunum í þeim þriðja en í lokahlutanum sigu Njarðvíkingar framúr og sigruðu að lokum 73-84.
Logi Gunnarsson skoraði 23 stig og tók 5 fráköst og Marquise Simmons 21 og tók 14 fráköst. Maciej BAginski var með 16 stig og fimm fráköst.
Sherrod Nigel Wright skoraði 24 stig hjá Snæfelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024