Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 13:47

Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum

Keflavík og Njarðvík í kvennaflokki

Grannaslagir af bestu gerð verða í bikarkeppnum karla og kvenna í körfuboltanum að þessu sinni, en dregið var í 8-liða úrslitum nú fyrir skömmu. Í Karlaflokki mætast Grindvíkingar og Njarðvíkingar í Röstinni í Grindavík og verður það að teljast stórleikur umferðarinnar. B-lið Keflvíkinga fer í heimsókn í Breiðholtið og mætir lærisveinum Njarðvíkingsins Örvars Kritjánssonar í ÍR.

Hjá konunum er rimma um Reykjanesbæ, en Keflvíkingar taka þá á móti grönnum sínum í Njarðvík. Liðin eru á sitt hvorum enda Domino´s deildarinnar í dag en þó er alltaf um hörkuleiki að ræða þegar þessi lið mætast. Grindvíkingar taka svo á móti KR-ingum í Grindavík. Leikið verður 18.-20 janúar 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

8-liða úrslit karla

Grindavík - Njarðvík
Fjölnir - Tindastóll
Þór Þorlákshöfn - Haukar
ÍR - Keflavík b

8-liða úrslit kvenna

Grindavík - KR
Valur - Snæfell
Keflavík - Njarðvík
Fjölnir - Haukar