Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík í vænlegri stöðu í úrslitakeppni 1. deildar kvenna
Úr leik Njarðvíkur og Stjörnunnar fyrr á tímabilinu. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 23. maí 2021 kl. 10:46

Grindavík og Njarðvík í vænlegri stöðu í úrslitakeppni 1. deildar kvenna

Í gær fóru leikir tvö fram í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik. Bæði Suðurnesjaliðin, Grindavík og Njarðvík, hafa unnið báða sína leiki sannfærandi og þurfa því aðeins einn sigur hvort til að fara í úrslitaleikinn.

Grindavík - ÍR 89:66

Grindvíkingar tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik liðanna sem fór fram í HS Orkuhöllinni í gær.

Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi ÍR með einu stigi að honum loknum. Eftir það tóku Grindvíkingar við sér og unnu öruggan sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri leikur liðanna fór 68:83 fyrir Grindavík, næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli ÍR næstkomandi þriðjudag og hefst klukkan 19:15.

Frammistaða Grindvíkinga: Janno Jaye Otto 26/13 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 15, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 12/5 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sædís Gunnarsdóttir 9, Hekla Eik Nökkvadóttir 8/5 stoðsendingar, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Arna Sif Elíasdóttir 2, Edda Geirdal 0.

Ármann - Njarðvík 61:82

Njarðvíkingar sýndu enga miskunn þegar þær léku gegn Ármenningum í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær. Þær grænklæddu skildu heimakonur eftir í rykinu í fyrsta leikhluta og leiddu með fjórtán stigum að honum loknum (15:29). Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Njarðvík sem vann fyrri leik liðanna 67:42.

Þriðji leikur Njarðvíkur og Ármanns fer fram í Njarðtaks-gryfjunni á sama tíma og leikur Grindavíkur og ÍR fer fram, þriðjudag klukkan 19:15.

Frammistaða Njarðvíkinga: Helena Rafnsdóttir 24/8 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 14/6 fráköst/12 stoðsendingar, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 11, Chelsea Nacole Jennings 10/6 fráköst/5 stolnir, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 4/7 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0.