Grindavík og Njarðvík í vænlegri stöðu í úrslitakeppni 1. deildar kvenna
Í gær fóru leikir tvö fram í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik. Bæði Suðurnesjaliðin, Grindavík og Njarðvík, hafa unnið báða sína leiki sannfærandi og þurfa því aðeins einn sigur hvort til að fara í úrslitaleikinn.
Grindavík - ÍR 89:66
Grindvíkingar tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik liðanna sem fór fram í HS Orkuhöllinni í gær.
Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi ÍR með einu stigi að honum loknum. Eftir það tóku Grindvíkingar við sér og unnu öruggan sigur.
Fyrri leikur liðanna fór 68:83 fyrir Grindavík, næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli ÍR næstkomandi þriðjudag og hefst klukkan 19:15.
Frammistaða Grindvíkinga: Janno Jaye Otto 26/13 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 15, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 12/5 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sædís Gunnarsdóttir 9, Hekla Eik Nökkvadóttir 8/5 stoðsendingar, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Arna Sif Elíasdóttir 2, Edda Geirdal 0.
Ármann - Njarðvík 61:82
Njarðvíkingar sýndu enga miskunn þegar þær léku gegn Ármenningum í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær. Þær grænklæddu skildu heimakonur eftir í rykinu í fyrsta leikhluta og leiddu með fjórtán stigum að honum loknum (15:29). Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Njarðvík sem vann fyrri leik liðanna 67:42.
Þriðji leikur Njarðvíkur og Ármanns fer fram í Njarðtaks-gryfjunni á sama tíma og leikur Grindavíkur og ÍR fer fram, þriðjudag klukkan 19:15.
Frammistaða Njarðvíkinga: Helena Rafnsdóttir 24/8 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 14/6 fráköst/12 stoðsendingar, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 11, Chelsea Nacole Jennings 10/6 fráköst/5 stolnir, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 4/7 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0.