Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík í eldlínunni í kvöld
Föstudagur 24. október 2008 kl. 16:39

Grindavík og Njarðvík í eldlínunni í kvöld

Grindavík tekur á móti Tindastól í Iceland Express deild karla í kvöld á heimavelli sínum. Grindvíkingar hafa farið vel af stað í deildinni í vetur og unnið báða leiki sína til þessa. Páll Axel Vilbergsson hefur verið sjóðandi heitur og er búinn að skora 80 stig í fyrstu tveimur leikjunum. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig honum reiðir af á móti Tindastól, sem einnig hefur unnið báða sína leiki. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst kl. 19:15.

Njarðvík mætir Ármanni í 1. deild kvenna í Laugardalshöllinni. Njarðvík hefur unnið báða leiki sína til þessa. Leikurinn hefst kl. 18:00

VF-MYND/JBÓ: Páll Axel Vilbergsson hefur verið óstöðvandi í liði Grindavíkur að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024