Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Keflavík þurfa á stigum að halda í kvöld
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 15:34

Grindavík og Keflavík þurfa á stigum að halda í kvöld

Lið Grindavíkur og Keflavíkur eiga bæði leik í kvöld í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar fara á Kaplakrika í Hafnafirði og mæta sterku liði FH-inga en Keflvíkingar fá botnlið Framara í heimsókn á Nettó-völlinn.

Ljóst er að Suðurnesjaliðin þurfa nauðsynlega á stigum að halda í deildarkeppninni hið snarasta ef þau ætla sér ekki að vera í botnbaráttu í sumar. Grindvíkingar eru þessa stundina í 10. sæti með 7 stig og Keflvíkingar eru tveimur sætum ofar með 8 stig. Kannski er ekki ástæða til að hringja neyðarbjöllum strax því ekki er langt í liðin sem eru um miðja deild og langt er eftir að mótinu, en samt.

Keflvíkingar hafa tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og Grindvíkingar hafa náð í fjögur stig síðan 22. maí og þau hafa komið gegn nýliðum Þórs og Víkinga.

Staðan í Pepsi-deildinni fyrir leiki kvöldsins:



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024