Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Íþróttir

Grindavík og Keflavík máttu sín lítils gegn sterkum mótherjum
Grindavík féll úr leik eftir sex marka tap fyrir Val. Mynd úr safni/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2024 kl. 08:24

Grindavík og Keflavík máttu sín lítils gegn sterkum mótherjum

Bæði Grindavík og Keflavík féllu úr leik í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu þegar þau mættu tveimur efstu liðum Bestu deildarinnar í gær.

Grindavík - Valur 0:6

Grindvíkingar tóku á móti Val í Safamýri og þar fóru gestirnir á kostum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Valur skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik (15' og 38') og gekk svo vel og vandlega frá leiknum með fjórum mörkum í þeim seinni (57', 74', 83', og 87').


Keflavík fór illa af stað gegn sterku liði Breiðabliks. Mynd úr safni VF/JPK

Breiðablik - Keflavík 5:2

Keflavík sótti topplið Breiðabliks heim og þar komst heimaliðið snemma í þriggja marka forystu (2', 10' og 18').

Melanie Claire Rendeiro minnkaði muninn í 3:1 í seinni hálfleik (58') en tíu mínútum síðar skoraði Breiðablik fjórða mark sitt úr vítaspyrnu (64').

Blikar skoruðu fimmta markið á lokamínútu venjulegs leiktíma (90') en Keflvíkingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma sem Saorla Lorraine Miller skoraði úr af öryggi (90'+3).