Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Keflavík máttu sín lítils gegn sterkum mótherjum
Grindavík féll úr leik eftir sex marka tap fyrir Val. Mynd úr safni/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2024 kl. 08:24

Grindavík og Keflavík máttu sín lítils gegn sterkum mótherjum

Bæði Grindavík og Keflavík féllu úr leik í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu þegar þau mættu tveimur efstu liðum Bestu deildarinnar í gær.

Grindavík - Valur 0:6

Grindvíkingar tóku á móti Val í Safamýri og þar fóru gestirnir á kostum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valur skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik (15' og 38') og gekk svo vel og vandlega frá leiknum með fjórum mörkum í þeim seinni (57', 74', 83', og 87').


Keflavík fór illa af stað gegn sterku liði Breiðabliks. Mynd úr safni VF/JPK

Breiðablik - Keflavík 5:2

Keflavík sótti topplið Breiðabliks heim og þar komst heimaliðið snemma í þriggja marka forystu (2', 10' og 18').

Melanie Claire Rendeiro minnkaði muninn í 3:1 í seinni hálfleik (58') en tíu mínútum síðar skoraði Breiðablik fjórða mark sitt úr vítaspyrnu (64').

Blikar skoruðu fimmta markið á lokamínútu venjulegs leiktíma (90') en Keflvíkingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma sem Saorla Lorraine Miller skoraði úr af öryggi (90'+3).