Grindavík og Keflavík mætast í dag
Annar leikur Keflavíkur og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fer fram í dag. Leikið verður í Röstinni í Grindavík og hefst leikurinn kl. 16:15. Keflavíkurstúlkur sigruðu í fyrri leiknum nokkuð örugglega með 17 stiga mun, 88-71, þar sem Bryndís Guðmundsdóttir fór á kostum í liði Keflavíkur og gerði 22 stig ásamt því að taka 10 fráköst.