Grindavík og Keflavík leika í kvöld
Grindavík tekur á móti Breiðablik á Grindavíkurvelli í dag kl. 18:00 í Pepsideild karla. Eins og öllum er ljóst dugir ekkert minna en sigur fyrir Grindavík ætli liðið sér að bjarga sæti sínu í deildinni.
Þar sem Selfoss vann KR í gær vantar Grindavík helst 9 stig úr þeim 5 leikjum sem eftir eru til þess að eiga möguleika að halda sæti sínu, að því gefnu að Selfoss og Fram vinni ekkert af sínum leikjum.
Keflvíkingar fara síðdegis í Hafnarfjörðinn og mæta þar FH-ingum. FH er á toppi deildarinnar með 7 stiga forskot. Keflvíkingar eru hins vegar í 7. sæti með 24 stig.