Grindavík og Keflavík leika í kvöld
Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík verða í eldlínunni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar taka á móti Víkingum á Grindavíkurvelli og Keflvíkingar heimsækja ÍA upp á Skipaskaga.
Grindvíkingar þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld en þeir hafa 17 stig í 7. sæti deildarinnar og eru komnir í bullandi fallbaráttu þar sem ÍA og ÍBV hafa 14 stig í fallsætunum. Leikur Grindavíkur og Víkings hefst kl. 18 á Grindavíkurvelli.
Leikur ÍA og Keflavíkur hefst einnig kl. 18 á Akranesi en Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eða átta stigum á eftir toppliði FH. Skagamenn eru í fallsæti í deildinni og gefa örugglega ekkert eftir í kvöld ef marka má síðasta leik liðanna uppi á Akranesi.
Grindvíkingar þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld en þeir hafa 17 stig í 7. sæti deildarinnar og eru komnir í bullandi fallbaráttu þar sem ÍA og ÍBV hafa 14 stig í fallsætunum. Leikur Grindavíkur og Víkings hefst kl. 18 á Grindavíkurvelli.
Leikur ÍA og Keflavíkur hefst einnig kl. 18 á Akranesi en Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eða átta stigum á eftir toppliði FH. Skagamenn eru í fallsæti í deildinni og gefa örugglega ekkert eftir í kvöld ef marka má síðasta leik liðanna uppi á Akranesi.