Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Keflavík hefja leik í kvöld
Föstudagur 16. mars 2018 kl. 10:18

Grindavík og Keflavík hefja leik í kvöld

Grindavík og Keflavík hefja leik í kvöld í átta liða úrslitum Domino´s-deildar karla í körfu.

Keflavík mætir deildarmeisturum Hauka á Ásvöllum en Keflavík endaði í 8. sæti deildarinnar og náði þar með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Liðin mættust tvisvar sinnum í vetur í deildinni en Keflavík sigraði fyrri leik liðanna og Haukar þann seinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík mætir bikarmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki en Tindastóll endaði í þriðja sæti deildarinnar og Grindavík í því sjötta. Tindastóll vann báðar viðureignir liðanna í deildinni í vetur.

Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.