Grindavík og Afturelding skildu jöfn
RB tapaði með einu í níu marka leik
Grindavík náði yfirhöndinni í fyrri hálfleik þegar Afturelding mætti í Safamýrina í gær í tólftu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Gestirnir náðu hins vegar að jafna úr víti í seinni hálfleik.
Grindavík er því áfram í áttunda sæti deildarinnar með fjórtán stig en Selfoss er með fimm stigum minna í níunda sæti og eiga leik til góða.
Grindavík - Afturelding 1:1
Mark Grindavíkur: Emma Kate Young (38')
Mark Aftureldingar: Ariela Lewis (51' víti)
Kría - RB 5:4
RB hefur ekki gengið sem best í fjórðu deild karla í sumar en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig, jafnmörg og Skallagrímur en talsvert lakara markahlutfall.
Í gær náði RB snemma forystunni gegn Kríu þegar liðin áttust við í tólftu umferð á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Það var Makhtar Sangue Diop sem skoraði fyrsta markið (2') en þau áttu eftir að verða töluvert fleiri.
Birgir Rafnsson skoraði tvívegis fyrir Kríu (17' og 21') og kom þeim yfir en Ken Essien Asamoah jafnaði á 36. mínútu fyrir RB.
Aðeins mínútu síðar skoraði hins vegar fyrirliði RB, Harun Crnac, sjálfsmark (37') og Birgir Rafnsson skoraði svo sitt þriðja mark áður en hálfleikurinn var allur (36'). Staðan 4:1 í hálfleik.
Strax í byrjun seinni hálfleiks minnkaði Asamoah muninn í eitt mark (47') en Tómas Helgi Snorrason jók munin á ný í tvö mörk (74').
Ingimundur Arngrímsson átti síðasta orðið þegar hann skoraði níu mínútum fyrir leikslok (81') en fleiri urðu mörkin ekki og níundi tapleikur RB á tímabilinu staðreynd.