Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Íþróttir

Grindavík/Njarðvík steinlá í Vestmannaeyjum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 5. júlí 2025 kl. 07:30

Grindavík/Njarðvík steinlá í Vestmannaeyjum

Hið sameinaða lið Grindavíkur og Njarðvíkur skellti sér á Goslokahátíðina í gær og mætti liði Vestmannaeyja. Vestmannaeyjakonur verða seint sakaðar um að hafa verið gestrisnar í gær, þær réðu ferðinni og eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokatölur 5-1.

Eyjakonur brutu ísinn á 28. mínútu og þremur mínum síðar skoraði Grindavík/Njarðvík sjálfsmark. Þriðja markið leit dagsins ljós fyrir lok fyrri hálfleiks, áður en Grindavík/Njarðvík minnkaði muninn á 44. mínútu, markið skoraði Danai Kaldarido. 

Staðan hélst óbreytt fram að 60. mínútu og Eyjakonur bættu svo fimmta markinu við áður en yfir lauk.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Grindavík/Njarðvík er fjórða sæti með 17 stig og Keflavík er í því sjötta með 12 stig en hefur leikið einum leik færra en nágrannarnir.