Grindavík/Njarðvík með sigur
6. umferð Lengjudeildar kvenna fór af stað og er lið Grindavíkur/Njarðvíkur komið á toppinn eftir 3-1 sigur á heimavelli gegn KR.
Sigur Grindavíkur/Njarðvíkur var öruggur og komst liðið í 3-0 forystu með mörkum frá Brookelynn Paige Entz, Ásu Bjargar Einarsdóttur og Tinnu Hrannar Einarsdóttur. KR minnkaði muninn þegar komið var í uppbótartíma.
Keflavík leikur á morgun á útivelli á móti liðinu sem var á toppnum ÍBV. Kjörið tækifæri fyrir Keflavíkurkonur að hrista af sér sliðruorðið og koma tímabilinu af stað.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				