Krónan
Krónan

Íþróttir

Grindavík/Njarðvík í deild þeirra bestu
Fimmtudagur 4. september 2025 kl. 20:32

Grindavík/Njarðvík í deild þeirra bestu

Lið Grindavíkur/Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna hefur tryggt sér sæti í efstu deild, Bestu deildinni, á næsta ári. Liðið vann í kvöld HK með fjórum mörkum gegn einu á JBÓ vellinum í Njarðvík.

Sophia Faith Romine skoraði tvö fyrstu mörk heimakvenna. Danai Kaldaridou bætti við því þriðja úr víti og Ása Björg Einarsdóttir gulltryggði svo sigurinn með fjórða marki Grindavíkur/Njarðvíkur á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Í myndskeiði með fréttinni má sjá fagnaðarlætin í leikslok og viðtal við Gylfa Tryggvason þjálfara liðsins.