Grindavík naumlega úr leik í VÍS-bikar kvenna
Grindavík og Haukar áttust við í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn mjög jafn og spennandi. Eftir tvísýnar lokamínútur höfðu Haukar tveggja stiga sigur, 66:64.
Eftir að Grindvíkingar höfðu leitt megnið af fyrsta leikhluta þá náðu Haukar að jafna undir lok hans (16:16). Haukar sigur svo örlítið fram úr í öðrum hluta og leiddu í hálfleik með þremur stigum (37:34).
Ekkert breyttist í þriðja leikhluta og Haukar héldu þriggja stiga forskoti sínu (51:48) en í fjórða og síðasta leikhluta sóttu Grindvíkingar í sig veðrið og náðu forystu í lok hans (59:61) en Haukar áttu síðast orðið og unnu að lokum 66:64.
Daniella Rodriques var stigahæst í liði Grindavíkur, hún setti niður tuttugu stig, tók sjö fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hún var framlagshæsti leikmaðurinn á vellinum með 23 framlagspunkta.