Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík meistari meistaranna: Páll Axel með flautuþrist
Sunnudagur 9. október 2011 kl. 23:26

Grindavík meistari meistaranna: Páll Axel með flautuþrist

Grindvíkingar eru meistarar meistaranna 2011 en Páll Axel Vilbergsson tryggði gulum titilinn með flautuþrist í DHL-Höllinni. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en á lokasprettinum virtist KR ætla að taka titilinn uns Páll Axel tók til sinna ráða. Páll hefur lítið verið með Grindvíkingum á undirbúningstímabilinu en stimplaði sig rækilega inn í dag. Karfan.is var á staðnum og fjallaði um leikinn.

Skemmtilegur leikur í DHL-Höllinni í kvöld og er það ekki ofsögum sagt að liðin sem áttust hér við verða engin lömb að leika sér við í vetur.

Stiklur
-Fannar Ólafsson var á bekknum hjá KR í borgaralegum klæðum.
-Páll Axel Vilbergsson lék með Grindavík í dag en hann hefur ekkert verið með á undirbúningstímabilinu.
-Ágúst Angantýsson var leiddur af velli meiddur eftir byltu í öðrum leikhluta og lék ekki meir í leiknum.
-Ólafur Ólafsson átti eitt af tilþrifum leiksins er hann tróð viðstöðulaust eftir skot Sigurðar Þorsteinssonar en tilþrif leiksins eru vitanlega sigurkarfa Páls Axels Vilbergssonar.

Stigaskor:

KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 0, Kristófer Acox 0, Páll Fannar Helgason 0, Ólafur Már Ægisson 0.

Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3, Þorsteinn Finnbogason 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0.

Myndir/ Tomasz Kolodziejski – [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024