Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Grindavík með sigur í Danmörku
Fimmtudagur 25. september 2008 kl. 14:01

Grindavík með sigur í Danmörku

Karlalið Grindavíkur í körfuknattleik vann góðan sigur á danska liðinu Næstved í gærkvöldi, en Grindvíkingar taka þátt í æfingar móti í Danmörku. Grindavík átti ekki í miklum erfiðleikum með liðið og hafði að lokum auðveldan sigur, 102-72. Geoff Kotila þjálfar lið Næstved, en Kotila þjálfaði lið Snæfell um nokkurra ára skeið. Frá þessu greinir Karfan.is.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona


Páll Axel Vilbergsson átti stórleik fyrir Grindvíkinga, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst, og gaf 12 stoðsendingar. Damon Bailey kom næstur í stigaskori Grindvíkinga og skoraði 14 stig.


Breiðablik er einnig meðal þátttakenda á mótinu, en tapaði sínum leik gegn BK Amager 75-68.


VF-MYND/JBÓ: Páll Axel Vilbergsson sýndi allar sínar bestu hliðar í gærkvöldi.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25