Grindavík með sigur í Danmörku
Karlalið Grindavíkur í körfuknattleik vann góðan sigur á danska liðinu Næstved í gærkvöldi, en Grindvíkingar taka þátt í æfingar móti í Danmörku. Grindavík átti ekki í miklum erfiðleikum með liðið og hafði að lokum auðveldan sigur, 102-72. Geoff Kotila þjálfar lið Næstved, en Kotila þjálfaði lið Snæfell um nokkurra ára skeið. Frá þessu greinir Karfan.is.
Páll Axel Vilbergsson átti stórleik fyrir Grindvíkinga, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst, og gaf 12 stoðsendingar. Damon Bailey kom næstur í stigaskori Grindvíkinga og skoraði 14 stig.
Breiðablik er einnig meðal þátttakenda á mótinu, en tapaði sínum leik gegn BK Amager 75-68.
VF-MYND/JBÓ: Páll Axel Vilbergsson sýndi allar sínar bestu hliðar í gærkvöldi.