Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík með sigur á Fjölni
Sunnudagur 8. október 2017 kl. 21:44

Grindavík með sigur á Fjölni

- Spila án Angelu Rodriguez

Grindavík vann sigur á Fjölni í 1. deild kvenna í körfubolta á heimavelli í gærdag 68-63. Grindavík teflir fram gríðarlega ungu og efnilegu liði í vetur og stóðu ungu stelpurnar sig vel en lið Grindavíkur spilar án Angelu Rodriguez sem er í Bandaríkjunum í myndatökum vegna meiðsla. Von er á henni til baka á næstu dögum en hún mun þá þjálfa liðið en óvíst er hvenær hún mun spila aftur. Fyrrum leikmaður Grindavíkur Lilja Ósk Sigmarsdóttir stjórnaði liðinu í leiknum og var hún ánægð með sigurinn.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Embla Kristínardóttir með 27 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 13 stig og Ólöf Rún Óladóttir með 8 stig og 4 fráköst. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024