Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 06:00
Grindavík með jafntefli í Pepsi- deild kvenna
- Stigið tryggði sæti þeirra í deild þeirra bestu á næsta ári
Grindavík gerði markalaust jafntefli í Pepsi- deild kvenna í Kaplakrika gegn FH í gærkvöldi. Markmaður Grindavíkur Viviane Domingues átti frábæran leik en hún varði hvert skotið á fætur öðru og hélt markinu hreinu.
Stigið í gær tryggði Grindavík áframhaldandi veru í Pepsi- deild kvenna árið 2018.