Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík með góðan sigur
Laugardagur 13. júní 2015 kl. 18:26

Grindavík með góðan sigur

1-3 sigur á BÍ á Torfsnesvelli

Grinvíkingar gerðu góða ferð á útá land í dag þegar liðið sigraði BÍ Bolungarvík 1-3 í 1. deild karla í knattspyrnu.

Grindvíkingar komust yfir á 4. mínútu með marki frá Tomislav Misura. Jósef Kristinn Jósepsson skoraði svo annað mark Grindvíkinga á 14. mínútu og útlitið orðið vænlegt fyrir gestina. Loic Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur minnkaði svo muninn fyrir heimamenn aðeins þremur mínútum síðar og stóðu leikar 1-2 í hálfleik fyrir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var svo á 57. mínútu sem að Óli Baldur Bjarnason rak smiðshöggið fyrir Grindavík þegar hann skoraði þriðja mark þeirra og urðu lokatölur 1-3.

Grindavík er þar með komið í 7. sæti deildarinnar með 7 stig og leika næst í deildinni gegn HK á heimavelli þann 23. júní. Í millitíðinni mæta Grindvíkingar FH í Borgunarbikarnum þann 18. júní í Kaplakrika.