Grindavík mætir Tindastól í kvöld
Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15.
Grindvíkingar mæta Tindastól í Röstinni og þurfa bæði lið nauðsynlega á sigri að halda. Eins og sakir standa eru Stólarnir inni í úrslitakeppninni og enn er veik von fyrir Grindvíkinga til að ná heimavallarréti í úrslitakeppninni. Grindvíkingar lönduðu góðum sigri á Hamri/Selfoss í Fjósinu í síðasta leik en Tindastóll lá heima gegn Skallagrím.
Aðrir leikir kvöldsins
Fjölnir-Þór Þorlákshöfn
KR-ÍR
Snæfell-Hamar/Selfoss