Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík mætir stórliði FH í Borgunarbikarnum
Fimmtudagur 18. júní 2015 kl. 08:00

Grindavík mætir stórliði FH í Borgunarbikarnum

Vonandi sjáum við sem flesta gula og glaða ­ segir Matthías Örn Friðriksson, leikmaður Grindavíkur

Grindvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem eftir er í Borgunarbikarnum og í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að freista þess að slá út Pepsídeildar lið FH og það í Kaplakrika, heimavelli Hafnarfjarðarliðsins.
 
Grindvíkingar hafa verið nokkuð sveiflukenndir í byrjun sumars og sitja sem stendur í 7. sæti 1. deildar með 7 stig eftir 6 leiki en liðið vann góðan sigur á BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð. Víkurfréttir settu sig í samband við Matthías Örn Friðriksson, leikmann Grindavíkur sem að sagði mikla tilhlökkun ríkja í hópnum fyrir leiknum gegn FH:
 
,,Leikurinn leggst afar vel í okkur. Þegar ljóst var að við værum að fara í Kaplakrika að spila við FH kom mikil tilhlökkunað fá að spreyta sig gegn einu besta liði landsins. Það er búinn að vera góður stígandi í leik liðsins að undanförnu og við förum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik. Það getur allt gerst í bikarnum og menn eru tilbúnir að leggja allt undir.”
 
Aðspurður um hvað þurfi að ganga upp til að ná í sigur gegn funheitum FH­ingum hafði Matthías þetta að segja:
 
,,Eina sem þarf að ganga upp er að við skorum fleiri mörk en þeir. Við þurfum að vera þéttir varnarlega og sækja á veikleika þeirra. Þjálfarateymið þekkir þetta FH lið mjög vel og eru klárlega með plan til að koma þeim á óvart. Það er oftast betra að vera einum fleiri á vellinum og með góðum stuðningi frá Stinningskalda (innskot blaðamanns: Stinningskaldi er stuðningsmannasveit Grindvíkinga) og fleirum er hægt að búa til þetta extra sem þarf til þess að Grindavík verði í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Þetta verður hörkuleikur og vonandi sjáum við sem flesta gula og glaða!
 
Kátir karlar úr Stinningskalda á góðri stundu
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024