Grindavík mætir Skaganum í átta liða úrslitum
Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslitum karla í bikarkeppninni. Grindavík dróst á móti ÍA og er ljóst að Grindvíkingar fá það hlutverk að hefna fyrir tap Keflavíkur gegn Skagamönnum á dögunum. Leikurinn fer fram á Skaganum þann 20. júlí.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sagði að hann væri sáttur við dráttinn í 8 liða úrslitin í bikarkeppninni. „Ef menn ætla sér alla leið í bikarin þá skiptir ekki máli á móti hvaða liði maður lendir. Það er engin óskadráttur þegar komið er í 8 liða úrslit í bikarkeppni. Við förum í þennan leik eins og alla aðra og ætlum að gera okkar besta. Við náðum upp fínni stemningu í Vestmannaeyjum og vonandi höldum við henni áfram,“ sagði Bjarni í samtali við Víkurfréttir.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sagði að hann væri sáttur við dráttinn í 8 liða úrslitin í bikarkeppninni. „Ef menn ætla sér alla leið í bikarin þá skiptir ekki máli á móti hvaða liði maður lendir. Það er engin óskadráttur þegar komið er í 8 liða úrslit í bikarkeppni. Við förum í þennan leik eins og alla aðra og ætlum að gera okkar besta. Við náðum upp fínni stemningu í Vestmannaeyjum og vonandi höldum við henni áfram,“ sagði Bjarni í samtali við Víkurfréttir.