Grindavík mætir Njarðvík í kvöld í Iceland Express deild kvenna
Í kvöld lýkur tólftu umferð í Iceland Exrpess-deild kvenna þar sem Grindavík tekur á móti Njarðvík í Röstinni. Grindavíkurstúlkur sitja um þessar mundir í botnsæti deildarinnar með 1 sigur í 11 leikjum en Njarðvíkurstúlkur eru í fimmta sæti með 4 sigra.
Einnig heimsækja Keflavíkurstúlkur Hauka í kvöld en leikurinn er mikilvægur fyrir Keflavík þar sem þær eru í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Hamar en Keflavík á leik til góða.
Allir leikir kvöldsins hefjast stundvíslega kl 19:15.