Grindavík mætir KA í bikarnum
Grindavík mætir KA í 16 liða úrslitum Visabikarkeppni karla á Grindavíkurvelli í dag. Athygli er vakin á leiktímanum en leikurinn hefst kl. 17:30. Þetta er annað norðanliðið sem Grindavík mætir í bikarnum í ár en Grindavík sló út Þór í 32ja liða úrslitum. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Grindavíkinga sem verða því ekki með fullskipað lið.
---
Mynd -Vonandi hafa Grindvíkingar ástæðu til að fagna með þessum hætti eftir leikinn í kvöld.