Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík mætir ÍS í kvöld
Mánudagur 5. febrúar 2007 kl. 13:49

Grindavík mætir ÍS í kvöld

Í kvöld lýkur 15. umferð í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik þegar Grindavík heimsækir ÍS í Íþróttahús Kennaraháskólans í Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 19:15.

 

Grindavík er í 3. sæti Iceland Express deildarinnar með 18 stig og með sigri í kvöld geta þær saxað á forskot Keflavíkur sem er í 2. sæti með 24 stig. ÍS er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig og gæti minnkað bilið á milli sín og Grindavíkur með sigri í kvöld. Stúdínur hafa þó ekki verið nægilega sannfærandi í vetur en Grindavíkurliðið hefur verið á þokkalegu róli að undanförnu.

 

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024