Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík mætir Hamri í Hveragerði
Mánudagur 28. janúar 2008 kl. 11:55

Grindavík mætir Hamri í Hveragerði

Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þrír þeirra hefjast kl. 19:15 en viðureign Stjörnunnar og Snæfells hefst kl. 20:00. Grindvíkingar mæta Hamri í Hveragerði kl. 19:15.

 

Grindavík heimsækir Hamar í Hveragerði en Ágúst Björgvinsson og félagar þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda enda liðið á botni deildarinnar með 6 stig. Grindavík hefur 20 stig í 3. sæti deildarinnar og með sigri í kvöld geta þeir enn frekar aukið á spennuna í toppi deildarinnar.

 

Aðrir leikir kvöldsins:

KR-Þór Akureyri kl. 19:15

Tindastóll-Fjölnir kl. 19:15

Stjarnan-Snæfell kl. 20:00

 

VF-Mynd/ [email protected] - Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík verða í eldlínunni í Hveragerði í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024