Grindavík mætir Blikum og Þróttur í VISA bikarnum
Grindvíkingar leita enn að fyrsta sigri sínum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en þeir mæta Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í lokaleik 4. umferðar. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Grindvíkingar eru án stiga í 11. sæti deildarinnar en Blikar hafa 5 stig í 7. sæti.
VISA-bikar karla heldur áfram með átta leikjum og þá er einn leikur í fyrstu deild kvenna.
Leikir dagsins í dag
Landsbankadeild karla:
20:00 Breiðablik - Grindavík (Kópavogsvöllur)
VISA-bikar karla:
20:00 Berserkir - Kjalnesingar (Framvöllur)
20:00 Tindastóll - Kormákur (Sauðárkróksvöllur)
20:00 Völsungur - Magni (Húsavíkurvöllur)
20:00 KV - Ýmir (KR-völlur)
20:00 Þróttur V. - Gnúpverjar (Vogavöllur)
20:00 Ægir - Elliði (Þorlákshafnarvöllur)
20:00 Reyðarfjörður - Boltafélag Norðfjarðar (Fjarðabyggðarhöllin)
20.00 Hrunamenn - Árborg (Selfossvöllur)
1. deild kvenna B riðill
20:00 Sindri - Höttur (Sindravellir)
VF-Mynd/ [email protected] – Eysteinn Hauksson í baráttunni gegn Fjölni í 3. umferð.