Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. júní 2001 kl. 10:32

Grindavík lá í Vestmannaeyjum

ÍBV náði að stöðva sigurgöngu Grindavíkur í efstu deild kvenna í knattspyrnu í Eyjum sl. þriðjudag. Gestirnir úr Grindavík sem fyrir leikinn voru í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga steinlágu, 7:1. ÍBV var aftur á móti með fjögur stig, liðið var búið að vinna einn leik, tapa einum og gera eitt jafntefli.
ÍBV sótti nær látlaust og komust Grindvíkingar varla fram yfir miðju. Á 24. mínútu skoraði Pauline Hamitt fyrsta mark leiksins eftir góða fyrirgjöf frá Bryndísi Jóhannsdóttur, síðan kom hvert markið á fætur öðru. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleik með meiri krafti en þann fyrri, en gáfu þó fljótlega eftir miðjuna og voru Eyjastúlkur fljótar að nýta sér það. Þær bættu við fleiri mörkum og Ólöfu Helgu Pálsdóttur tókst síðan á 77. mínútu að rétta hlut Grindavíkur örlítið og skora gott mark eftir mistök í vörn ÍBV-liðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024