Grindavík lá í DHL - Höllinni
KR sigraði Grindavík í Iceland Express deild karla í gærkvöldi 82 – 81 í skemmtilegum og spennandi leik. Brynjar Björnsson reyndist vera hetja KR á lokasprettinum þegar hann setti niður mikilvægar körfur. Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum með 28 stig en það dugði ekki til.
Staðan í hálfleik var 39 – 43 Grindavík í vil og var Bosníumaðurinn Nedzad Biberovic að smella ágætlega inni í leik Grindvíkinga og á örugglega eftir að reynast þeim vel í næstu leikjum. Nedzad þessi gerði 13 stig í gær og tók 9 fráköst en hann á örugglega eftir að láta meira að sér kveða.
KR reyndust þó sterkari á endasprettinum og urður lokatölur 82 – 81 eins og áður segir. KR eru því komnir upp að hlið Grindvíkinga með 16 stig en Njarðvíkingar verma enn toppsætið með 18.
Páll Axel Vilbergsson gerði 22 stig í leiknum og Þorleifur Ólafsson 11 fyrir Grindavík.
Tölfræði leiksins
VF-myndir/ JBÓ