Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík lá heima: Jafnt í Njarðvík
Miðvikudagur 1. ágúst 2007 kl. 23:15

Grindavík lá heima: Jafnt í Njarðvík

Topplið Grindavíkur tapaði nokkuð óvænt gegn KA í 1. deild karla í kvöld en þetta var annar ósigur liðsins í 1. deildinni í sumar. Njarðvíkingar gerðu markalaust jafntefli gegn Víkingum Ólafsvík á Njarðvíkurvelli.

 

Jóhann Helgason kom Grindavík í 1-0 á 36. mínútu leiksins en gestirnir frá Akureyri jöfnuðu metin á 50. mínútu og svo skoraði Ingi Freyr Hilmarsson sigurmark KA á 78. mínútu leiksins.

 

Eftir 0-0 jafntefli Njarðvíkinga og Víkinga frá Ólafsvík í kvöld eru Njarðvíkingar komnir með 13 stig í deildinni en Víkingur hefur 16. stig í 7. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar en Grindvíkingar halda enn toppsætinu með 32 stig þrátt fyrir ósigurinn í kvöld.

 

Það eru gleðitíðindi fyrir Njarðvíkinga að miðjumennirnir sterku Bjarni Sæmundsson og Guðni Erlendsson eru komnir aftur á ról en þeir hafa verið frá í allt sumar sökum meiðsla. Bæði Bjarni og Guðni voru í byrjunarliði Njarðvíkinga í kvöld.

 

GRV mátti sætta sig við ósigur í 1. deild kvenna í kvöld er þær lágu 1-3 gegn FH á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði. Þá höfðu Víðismenn góðan 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í 3. deild karla en GG gerði 1-1 jafntefli gegn Snæfellingum í Stykkishólmi.

 

VF-mynd/ Magnús Sveinn JónssonFrá leik Njarðvíkur og Víkinga í kvöld.Gestur Gylfason tekur aukaspyrnu fyrir Njarðvíkinga.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024