Grindavík lá gegn Stjörnunni í lokaleik sínum í Lengjubikarnum
Keppni í 1. deild karla hefst 9. maí þegar liðið mætir Fjarðarbyggð
Síðasta leik Grindvíkinga í Lengjubikarnum lauk með 1-3 tapi gegn spræku Stjörnuliði í Kórnum.
Grindvíkingar komust yfir með marki Óla Baldurs Bjarnasonar á 27. minútu sem að skoraði þar með sitt 6. mark í keppninni.
Stjarnan kom til baka og jafnaði fyrir hálfleik með marki Garðars Arnar Jóhannssonar á 40 mínútu. Í síðar hálfleik tóku Stjörnumenn öll völd og Ólafur Karl Finsen kom liðinu yfir á 58. mínútu. Stjarnan innsiglaði svo sigurinn á 90. mínútu með marki frá Arnari Má Björgvinssyni.
Grindvíkingar ljúka því keppni í Lengjubikarnum þetta árið með 7 stig og fara því ekki áfram í útsláttarkeppnina.
Liðið er nú í lokaundirbúningi sínum fyrir keppni í 1. deild karla sem að hefst þann 9. maí þegar liðið tekur á móti liði Fjarðarbyggðar á Grindavíkurvelli.