Grindavík lá gegn KR
Rógvi Jacobsen gerð bæði mörk KR sem lagði Grindavík 2-0 í æfingaleik í Egilshöll í gær. Í stöðunni 2-0 KR í vil fengu Grindvíkingar vítaspyrnu en hún geigaði og lokatölur því 2-0.
Á heimasíðu Grindvíkinga segir Sigurður Jónsson, þjálfari liðsins, að Grindvíkingar hafi verið meira með boltann og áttu nokkur ágæt færi en misstu einbeitninguna og það verði lagað fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni.
Næsti æfingaleikur Grindavíkurliðsins er gegn Njarðvíkingum á miðvikudag.
www.umfg.is
VF-mynd/ frá leik liðanna í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð.