Grindavík lá gegn FH
Grindavík og Íslandsmeistarar FH mættust í deildarbikarnum í knattspyrnu s.l. sunnudag þar sem FH hafði betur 3 – 1.
Óskar Örn Hauksson kom Grindvíkingum yfir 0 – 1 á 26. mínútu leiksins en Jónas Grani Garðarsson jafnaði metin í 1 – 1 fyrir hálfleik.
Í síðari hálfleik gerðu þeir Matthías Vilhjálmsson og Hermann Albertsson sitt hvort markið fyrir FH og lokatölur 43 – 1 FH í vil.
Næsti leikur Grindavíkur í deildarbikarnum er á laugardag og þá mæta þeir Fylki kl. 13:00 í Reykjaneshöll.
VF - mynd/ frá viðureign liðanna í Grindavík s.l. sumar